Jenny Boucek
![]() Boucek árið 2015 | |
Indiana Pacers | |
---|---|
Leikstaða | Aðstoðarþjálfari |
Deild | NBA |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæðingardagur | 20. desember 1973 Nashville, Tennessee, U.S. |
Hæð | 5 ft 8 in (1,73 m) |
Þyngd | 130 lb (59 kg) |
Körfuboltaferill | |
Framhaldsskóli | University School of Nashville (Nashville, Tennessee) |
Háskóli | Virginia (1992–1996) |
Leikferill | 1996–1998 |
Leikstaða | Bakvörður |
Númer | 10, 14 |
Þjálfaraferill | 1999–nú |
Liðsferill | |
Sem leikmaður: | |
1997 | Cleveland Rockers |
1997–1998 | Keflavík |
Sem þjálfari: | |
1999 | Washington Mystics (aðstoðarþj.) |
2000–2002 | Miami Sol (aðstoðarþj.) |
2003–2005 | Seattle Storm (aðstoðarþj.) |
2007–2009 | Sacramento Monarchs |
2010–2014 | Seattle Storm (aðstoðarþj.) |
2015–2017 | Seattle Storm |
2017 | Sacramento Kings (aðstoðarþj.) |
2018–2021 | Dallas Mavericks (aðstoðarþj.) |
2021–nú | Indiana Pacers (aðstoðarþj.) |
Tölfræði á Basketball Reference |
Jennifer Dawn Boucek (/ˈbuːsɛk/ BOO-sek; fædd 20. desember 1973) er bandarískur körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður. Boucek spilaði háskólakörfubolta fyrirfyrir University of Virginia og síðar sem atvinnumaður fyrir Cleveland Rockers í WNBA og Keflavík á Íslandi þar sem hún varð bæði Íslands- og bikarmeistari auk þess að vera valin besti erlendi leikmaður tímabilsins.[1]
Boucek hóf þjálfararferil sinn árið 1999 sem aðstoðarþjálfari hjá Washington Mystics. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari Miami Sol og Seattle Storm áður en hún var útnefnd yfirþjálfari Sacramento Monarchs árið 2007. Eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari Storm aftur, varð hún yfirþjálfari liðsins árið 2015. Árið 2018 varð hún þriðja konan til að þjóna sem aðstoðarþjálfari í NBA þegar hún var ráðin af Sacramento Kings. Hún starfaði síðar sem aðstoðarþjálfari hjá Dallas Mavericks og hefur verið aðstoðarþjálfari Indiana Pacers frá árinu 2021.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Aron Guðmundsson (17 júní 2025). „Dóttirin talar íslensku: Í úrslitum NBA og meira tengd Íslandi en áður“. Vísir.is. Sótt 17 júní 2025.