Magic Johnson
Johnson með Lakers s. 1987 | |
| Persónulegar upplýsingar | |
|---|---|
| Fæðingardagur | 14. ágúst 1959 Lansing, Michigan, U.S. |
| Hæð | 6 ft 9 in (2,06 m) |
| Þyngd | 220 lb (100 kg) |
| Körfuboltaferill | |
| Háskólalið | Michigan State (1977–1979) |
| Landslið | |
| Nýliðaval NBA | 1979: 1. umferð, 1. valréttur |
| Valin af Los Angeles Lakers | |
| Ár í mfl. | 1979–1991, 1996, 1999–2000 |
| Leikstaða | Leikstjórnandi |
| Liðsferill | |
| Sem leikmaður: | |
| 1979–1991 | Los Angeles Lakers |
| 1996 | Los Angeles Lakers |
| 2000 | Magic Great Danes |
| Sem þjálfari: | |
| 1993 | Los Angeles Lakers |
| Heildar tölfræði í NBA | |
| Stig | 17.707 (19,5) |
| Fráköst | 6.559 (7,2 ) |
| Stoðsendingar | 10.141 (11,2) |
| Tölfræði á NBA.com | |
| Tölfræði á Basketball Reference | |
Earvin "Magic" Johnson Jr. (fæddur 14. ágúst 1959) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður. Hann er álitinn einn besti leikstjórnandi allra tíma.[1]
Johnson spilaði 13 ár með Los Angeles Lakers en lagði skóna á hilluna í nóvember 1991 eftir að hafa greinst með HIV veiruna. Hann tók þó þátt í stjörnuleik NBA árið 1992 sem og að spila með landsliði Bandaríkjanna, Draumaliðinu svokallaða, á Ameríkuleikunum og Ólympíuleikunum það sama ár. Hann hugðist leika aftur með Lakers tímabilið 1992-1993 en hætti við nokkrum dögum áður en tímabilið hófst vegna mótmæla leikmanna í NBA-deildinni. Hann þjálfaði Lakers stuttlega árið 1994 og sneri aftur sem leikmaður tímabilið 1995-1996, þá 36 ára og spilaði 32 leiki. Um aldamótin fór hann til Svíþjóðar og Danmerkur og spilaði aðeins þar. Frá 2017-2019 var hann framkvæmdastjóri körfuboltasviðs Lakers (enska: President of basketball operations) en sagði af sér vegna slaks gengis liðsins. Johnson sneri sér einnig að viðskiptum eftir ferilinn og á nokkur fyrirtæki.[1]
Afrek
[breyta | breyta frumkóða]Titlar með félagsliði
[breyta | breyta frumkóða]- 5× NBA meistaratitlar (1980, 1982, 1985, 1987, 1988)
- McDonald's meistaramótið (1991)
- NCAA háskólameistari (1979)
Titlar með landsliði
[breyta | breyta frumkóða]- Ólympíugull (1992)
- FIBA Ameríkumeistari (1992)
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]- 3× besti leikmaður deildarkeppni NBA (1987, 1989, 1990)
- 3× besti leikmaður úrslitakeppni NBA (1980, 1982, 1987)
- 4× stoðsendingakóngur deildarinnar (1983, 1984, 1986, 1987)
- 12× valinn í stjörnuleik NBA
- 2× valinn besti leikmaður stjörnuleiksins
- Best leikmaður McDonald's meistaramótsins (1991)
- Úrvalslið McDonald's meistaramótsins (1991)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- 1 2 „Magic Johnson | Biography, Medal of Freedom, Stats, Real Name, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 19 júní 2025. Sótt 24 júní 2025.